Monday, April 16, 2007

Komin i bloggheiminn


Jæja, þá eru Ljósuvíkurálfarnir komnir í gengi bloggara og ekki seinna vænna.

Nú, ástæðan er þá helst að Ljósuvíkurálfum er að fara að fjölga og munu, ef guð lofar, vera einum fleiri í oktober (4. oktober ef útreikningar eru réttir ;o)). Við, eins og svo margir foreldrar, verðum auðvitað að leyfa heiminum að fylgjast með þessu öllu saman, og tala nú ekki um þegar króinn er kominn í heiminn.

Eins og einhverjum er kunnugt um að þá á Lára heimasíðu (www.larapeters.com) en hún er ekki ætluð fyrir helstu kjaftasögur og myndir úr hinu daglega lífi þannig að þær upplýsingar fáið þið hér.

Við munum gera okkar besta til að gera þessa síðu áhugaverða og skemmtilega og vonandi setja inn myndir og texta reglulega svo þú, kæri lesandi, gerir þér ferð hingað inn oftar en einusinni :o)

Bestu kveðjur,
Ljósvíkingarnir,

P.s. Eiríkur veit ekkert af þessari síðu ennþá ;o)

2 comments:

Anonymous said...

Ljósvakans Ljósvíkingar! Jei, ég er fyrstur til að pósta kommenti hérna. Jibbíkóla.

Lára að verða mamma þann 4.okt! Hey, þá veit maður hvað þið voruð að gera eitthvert dimmt vetrarkvöldið í Febrúar....múhahah! Hóst hóst...

Anyway...fylgist með þessari síðu hjá ykkur gott fólk.

Kveðja,

Jón Gunnar www.blog.central.is/jongunnar

Anonymous said...

Gaman að heyra frá þér Jón og til hamingju með að vera fyrstur til að kommenta þarna ;o). Sjáumst vonandi í sumar og jú... kannski vorum við að gera eitthvað hóst hóst dimmt vetrarkvöld í febrúar.... múhahahahaha... hver veit... daradara