Monday, March 30, 2009

Síðasta helgin í mars 2009

Nú getum við ekki verið meira "on time". Nokkrar myndir síðan um helgina. Við vorum nánast bara heima, Bergur Davíð var veikur, með hita og eyrnabólgu. Annars kíktum við í fermingarveislu hjá Ellu frænku á sunnudeginum, bara til að fá smá kökur í æð.

Bergur að hjálpa pabba að hella upp á sparikaffi fyrir mömmu - einn bolli á dag

Úbbs... smá útfyrir

Það verður auðvitað að hringja í afa og ömmu - spjalla við Matthías líka



Aðeins að heilsa upp á litlu systur

Hann veit að litla systir er í bumbunni (buba eins og hann segir) en hvað er þetta "litla systir"??


Alltaf skemmtilegt að fá krem

Setja á bumbuna sína...

... og setja á bumbuna hennar mömmu

Afi kom til að kíkja í eyrun og hlusta á lungun - amma fylgist spennt með

Bergur þurfti auðvitað að prufa græjurnar

... það er í lagi með hann


Flottir saman

... grínari þessi afi

Kveðja,
litla fjölskyldan

Bumbur 07 og 09

Þar sem Lára er í svarta dressinu var tekið akkurat eftir 38 vikur árið 2009, í græna bolnum eru það 39 vikur + 3 dagar.






Kveðja,
Stækkandi fjölskyldan

Mars 2009

Tíminn líður hratt... mars bara að vera búinn!

Eiríkur fór til Litháens og Hvítarússlands í vinnuferð og við Bergur fórum í pössun í Stykkishólm. Við vorum í góðu yfirlæti hjá Svönu ömmu og Pétri afa og auðvitað hittum við nöfnu og fleiri sem öll lögðu hönd á plóg í að hvíla mömmuna.

Bergur gisti hjá nöfnu og hún fór með hann í sleðaferð daginn eftir... sleðinn var of stór og minn var ekkert sérstaklega ánægður með þetta

Tökum þotuna okkar með næst ;)

Þau taka sig samt vel út saman

Sebastían frændi var líka í heimsókn - hér eru þeir ný komnir úr afmæli hjá Unu börnum og sitja og horfa á Bubba byggir með Svönu ömmu

Rosa duglegir að leika sér saman - renna bílum á milli



Kominn heim, með nýja bangsan frá pabba. Mamma eflaust sofandi og pabbi búinn að planta manni með cheerios í skál að njóta helgarinnar


... það er svo gaman að borað cheerios

Skruppum upp í sumarbústa - allir gífulega hressir! Eiríkur, Matthías (ný búinn að vera veikur) og Bergur (veikur)

Magga og Eddi - sáu eiginlega alfarið um matinn alla helgina

Frændurnir saman undir mjúka teppinu

Loksins þegar maður hressist er maður dreginn út í heitapott... Móðirin hélt til þar alla helgina

Eins gott að búa sig vel - í náttpeysunni með húfu

Frekar þreyttur eftir átökin

Jæja - kom að því... Bumbumyndir!
38 vikur

Móðirin eins og Gilitrutt - ný komin úr meðgöngusundi

Eigium eina svona með Bergi í bumbunni... verð að finna hana og skella með

... líka til svona með Bergi - þær koma fljótt inn á ,)


Bestu kveðjur,
Litla fjölskyldan

Friday, March 27, 2009

Febrúar 2009

Hér koma svo myndir héðan og þaðan úr febrúar mánuði... mánuðurinn sem Bergur Davíð byrjaði hjá dagforeldrum.

Að skoða snúð og snældu í herberginu sínu

Fékk að borða úr skálinni af Royal súkkulaðibúðingnum

Nami naaaaammm...


Skruppum í sumó og tókum Pétur Inga og Hugrúnu Ylfu með okkur

Svo geggjuð saman!

.... skemmtilegt að Bergur er í gamalli sundskýlu af Pétir Inga


Það var farið seint í pottinn... þurftum að bíða af okkur óveður fyrr um daginn


Svo duglegur að hjálpa - óba (sópa)




Nú getur maður loksins farið að koma sér í verkið

Fyrsta skiptið að gefa öndunum brauð

Ekkert smá áhugavert




... svona fáið ykkur brauð

... eh... best að smakka það sjálfur fyrst

Einn brauðbiti fyrir mig... einn fyrir þig

Rosalega vinsælir



Hitti beint milli augnanna

... bæ (eins og hann segir sjálfur)
Kveðja,
litla fjölskyldan