Friday, May 25, 2007

Sma kveðja!

Nú ligg ég, Lára, uppi í rúmminu hennar móður minnar sem er hægt að stjórna með fjarstýringu og liggja á alla kanta, er að gera texta fyrir hvalaskoðunina sem gengur svakalega vel... geggjað. Ég er að vonast til að Eiríkur komi í kvöld og þá með myndavélina svo ég geti sett fleiri myndir af mér með mallann út í loftið. Það hafa ALLIR í heiminum svo gaman að því ekki satt..... ;o)

Mér er sagt að kúlan á mér séi að taka svakalegan vaxtarkipp... ég er farin að finna meira og meira fyrir henni og minnsti kútur er sko farinn að láta til sín taka í spörkum og öðru slíku!

Ég set vonandi inn myndir fljótlega... kannski læt ég eina af paprikutrénu okkar Eiríks fljóta með... Eiríkur segir að það séi komin svaka paprika á það... hann verður að fylgjast með einhverju stækka þegar ég er ekki ;o)

Loreley!

Thursday, May 17, 2007

Loksins loksins!

Jæja... þá erum við komin á 20. viku og búin að fara í sónar og allt. Þetta lítur allt vel út, tvær hendur, tveir fætur, fjagra hólfað hjarta, tvö stykki nýru o.s.frv :o)

Lára er nánast alveg farin til Stykkishólms, með hjólið sitt (svaka dugleg) og Eiríkur flakkar enn á milli (með hjólið sitt).

Eiríkur fór í próf í FIH um daginn og fékk sko barasta 9!!! Húrra, húrra!!!

Hér koma svo myndir af mömmulínu og minni kúti í vinnugallanum....

Enjoy! ;o)


Tuesday, May 8, 2007

Farin "heim"!

Jæja... Nú er hún Lára Hrönn bara farin heim í Stykkishólm fyrir sumarið og kemur liklega ekki í höfuðborgina fyrr en minni kútur er farinn að banka á "dyrnar". Aumingja Eiríkur situr með sárt ennið heima, "fjölskyldu" laus en er nú með eina tána í "sveitinni" :o)

Við förum bráðum að setja inn fleiri myndir... þegar myndavelin verður tekin á loft.

Við vorum nú að kaupa okkur hjólhesta... en spurning hversu mikið þeir verða notaðir í sumar... Kannski er hægt að fá bumbushaldara á stöngina!

Meira seinna...