Thursday, November 20, 2008

Ferðalag í lok ágúst 2008

Bergur 10 1/2 mánaða.

Í lok ágúst fórum við fjölskyldan í ferðalag með Kitty austur á Egilsstaði. Við keyrðum suður fyrir á "útleið" og norðurfyrir á bakaleið. Við leigðum okkur íbúð hjá Verkstjórnarfélagi Reykjaness og gistum þar í einhverjar 3-4 nætur.

Þeir feðgarnir að borða uppáhaldið sitt, kæfubrauð!

Aðeins verið að æfa slagarana fyrir ferðalagið



Fyrsta stopp var við... uh... hvað heitir þessi foss aftur... Seljalandsfoss! Lára og Kitty skruppu á bakvið hann en Bergur svaf og Eiríkur vaktaði

Auðvitað létum við túrhestana taka mynda af okkur :o)


Bergur og pabbi í gríninu afturí.



Skiptast á að taka myndir... verður að hafa eitthvað að gera á svona ferðalagi.


Nú ég!


Skoða hamfarirnar eftir Skeiðarhlaupið

Sumir ekkert alveg að nenna þessu.

... þá fær maður bara að keyra hjá mömmu sinni


Stoppað að kíkja á jökulinn



...og auðvitað hið sívinsæla Jökulsárlón. Síðast var Bergur í bumbunni á mömmu sinni á þessum staði.

Í vetlingum af mömmu svo manni verði ekki kalt


Þarna fórum við dagsferð frá Egilsstðum og stoppuðum á þessum fína nestisstað við Lagarfljótið



Pabbi að kenna syninum þarflegar kúnstir... henda steinum í vatnið.



Pabba gekk svo vel að henda að hann fékk bara alla steinana rétta til sín


Það var reyndar smá spölur á nestisstaðinn...





Aumingja Kitty að bera þetta alla leið.

Þarna erum við að skoða manngerðan foss við Kárahnjúka, þvílíka aflið!

Geggjuð gljúfur þessi Hafrahvammagljúfur!





Banani í nesti


Stór fjölskyldan!


Svo eru litlir menn bara látnir labba heim

... ekki alveg




þvílíku aðfarirnar

... gengu svo hamingjusöm í sólarlagið

Lára og Kitty komnar á stjá aftur. Hlupu upp að einhverjum margskiptum fossi. Eiríkur og Bergur biðu niðri, Kitty gafst upp en Lára hljóp auðvitað lengra og lengra...

... og lengra... aaaaalein

Komin niður að sækja Kitty

og þarna biðu feðgarnir




Annað dagsferðalag:
Hin fræga Austfjarðar-þokan

Stoppað í geggjuðum berjamó og borðað nesti auðvitað.









Soldið súr berin


Farið í smá göngu fra nestisstaðnum. Maður er vel útbúinn.









Aðeins að smakka á steinunum


Hann er ódýr líterinn í Borgarfirði eystra.










Brimið búið að éta helminginn af kirkjugarðinum




og svo skall þokan á, einmitt þegar við vorum búin að keyra þessa líka fínu fjallavegi til þess að koma í hinn margrómaða Loðmundarfjörð... en við sáum bara... ÞOKU!


Samt stoppað í nesti haha


Ferðin heim til Reykjavíkur.
Auðvitað var stoppað við Dettifoss og einhverjir útúrdúrar teknir á leiðinni.


Óþarfi að vera í öllum þessum fötum






vinnka




Fossinn skoðaður frá öllum sjónarhornum!

Fjölskyldu móðurin heimtaði að það yrði tekinn göngutúr hjá Hljóðuklettu... hann er ekki stuttur sá hringur... ehe

Fólk er í svo miklu formi að það er barasta hlaupið







þetta er nú fallegt :o)







... og hlaupið til baka

Húff! Móðirin komin einhverjar 8-10 vikur á leið.



Loka spretturinn
Svo var brunað í bæinn og Eiríkur fór í það að steggja Guðjón vin sinn í vægast sagt brjáluðu veðri daginn eftir.

Kv,
Litla fjölskyldan