Thursday, April 26, 2007

Fleiri bumbumyndir!

Jæja... nú er mar kominn í lok 17. viku og þessar myndir voru teknar núna rétt áðan, þ.e. fimmtudaginn 26. apríl (live from Ljósavík street)...
Mar orðinn meeendalegur (ný búin að syngja og spila á tónleikum).


Wednesday, April 25, 2007

Eirikur risi



Skemmtileg mynd af Eiríki í Argentínu í byrjun árs 2006. Konan á myndinni er mamma hennar Kitty vinkonu minnar :o)

Thursday, April 19, 2007

Matarboð!

Má til með að setja inn nokkrar myndir af matarboði sem við vorum með hér í Ljósuvíkinni 14. apríl. Þar mætti vinahópur Eiríks (líka minn núna samt) og við fengum okkur vel að borða og reyndar sumir vel að drekka í svokölluðum drykkjuleik... Stuð og stemmari!!!


Húsfreyjan að undirbúa kalkúninn... Bleyta viskastykki upp úr smjöri til að breyða yfir kúnnann ;o)


Aðalrétturinn kominn á borðið og jólastemning í loftinu. Eiríkur gerði þessa fínu tómatsúpu með basil tötsi í forrétt!
Talið frá vinstri: Sæþór, Tobba, Þórey, Davíð, Gauji, Sunna og Lára


Aðeins farið að líða á kvöldið og farið að bæta í drykkjuleiks-reglurnar


Ýmsir flottir taktar komu í ljós þetta kvöld


Auðvitað varð að prufa stuðtækið líka!


Ný búin á trúnó á klóinu og farið að styttast í heimferðartíma (myndin tekin um 04:30).


Tiltekt daginn eftir ;o)

"Bumbu" myndir!

Jæja... það er bara kvetjandi að sjá að fólk er að kíkja inn á síðuna og "commenta". Við neyðumst víst til þess að vera duglega að gera eitthvað fínt og byrjar það NÚNA!

Nú, þannig er mál með vexti að í dag er sumardagurinn fyrsti og auðvitað er pabbalingur í vinnunni og mömmulingur heima að borða afgang af hollustu fiskibollum sem hún bjó til í gær. Hún, mömmulingurinn, ætlar þar af leiðandi að skella inn nokkrum myndum af sjálfri sér með mallan út í loftið! En ekki hvað!?!?!

Svo ég fari nú aftur í 1. perstónu að þá finnst mér ég nú vera frekar stór miðað við það að við erum bara að nálgast 17. viku en ég er bara svo andsk dugleg að borða og engin flökurleiki og ekki neitt þannig að það er leikur einn að safna svona "mjólkurspiki" hehe.

Við erum aðeins farin að leggja drög að komu króans, búin að færa stóru hilluna sem var inni í "barnaherbergi" inn í stofu og erum að minnka draslið okkar inni í því herbergi svo breytingin verði auðveldari þegar þar að kemur. Þar sem við, þó sérstaklega ég (Lára), verðum lítið hér í sumar og meigum væntanlega lítið vera að því að undirbúa króakomu að þá er aðeins byrjað að hugsa fyrir því núna. Fór með Unu systur í gær til vinkonu hennar og fékk einn poka af barnafötun... Finnst það full snemmt en það verður bara að hafa það. Maður hefur þá eitthvað ef króinn skýst út aðeins fyrir tímann... úti á miðju Breiðafirði kannsi ;o)

Nóg um það... hér koma myndirnar:


Þessi mynd var tekin 29.03.2007 og þá var mamitzin á 13. viku. Buxurnar farnar að vera of þröngar og mín ósátt við útlitið... bíði hún bara!


Þessi mynd var tekin í matarboði heima hjá okkur 14. apríl og mamitzin á 15. viku. Bumban sést ekki alveg nógu vel þar sem þvottavélin skyggir á hana hehe...


Þessi mynd var tekin í gærkvöldi, þ.e. 18. apríl og við á 16. viku. Það er að koma ágætist mynd á kúluna en tilvonandi móðurinni þykir þessi kúla frekar hvalsleg miðað við stutta meðgöngu... Vonandi verður þetta ekki óhemju stór krói... Enga kalkúnastærð hér!

Monday, April 16, 2007

Næsta skref komið....

Jæja... Eiríkur veit af síðunni og honum líst vel á þetta allt saman ;o)

Nú er bara að finna eh að skrifa um

Komin i bloggheiminn


Jæja, þá eru Ljósuvíkurálfarnir komnir í gengi bloggara og ekki seinna vænna.

Nú, ástæðan er þá helst að Ljósuvíkurálfum er að fara að fjölga og munu, ef guð lofar, vera einum fleiri í oktober (4. oktober ef útreikningar eru réttir ;o)). Við, eins og svo margir foreldrar, verðum auðvitað að leyfa heiminum að fylgjast með þessu öllu saman, og tala nú ekki um þegar króinn er kominn í heiminn.

Eins og einhverjum er kunnugt um að þá á Lára heimasíðu (www.larapeters.com) en hún er ekki ætluð fyrir helstu kjaftasögur og myndir úr hinu daglega lífi þannig að þær upplýsingar fáið þið hér.

Við munum gera okkar besta til að gera þessa síðu áhugaverða og skemmtilega og vonandi setja inn myndir og texta reglulega svo þú, kæri lesandi, gerir þér ferð hingað inn oftar en einusinni :o)

Bestu kveðjur,
Ljósvíkingarnir,

P.s. Eiríkur veit ekkert af þessari síðu ennþá ;o)