Monday, June 25, 2007

Ferðalagið mikla!

Við fjölskyldan fórum í ferðalag um helgina! Fyrsta sumarfríið í sumar, húrra!...

Lagt var í hann um hádegi á laugardaginn og komið heim (í Stykkishólm) sunnudagskvöldið.

Við fórum í Hvalfjörðinn, Borgarfjörðinn og Snæfellsnesið, gistum eina nótt og það var geggjað! Núna er maður búinn að taka æfingarferðalag og tilbúinn í að flakka meira um landið í sumar :o)

Fyrsta nestisstoppið var einhversstaðar á milli Skorradals og Reykholtsdals. Við tókum með okkur teppi, kodda og fuuuullt af maaaaaat!


Auðvitað urðum við að taka smá sögulega takta hjá Snorralaug.



Bjarnafossar, eða núverandi Barnafossar eru geggjaðir að sjá! Mælum með því!





Við fórum svo upp á Snæfellsjökul kl 21:00 á laugardeginum. Eins og sjá má á fyrstu myndinni að þá erum við með nesti, heitt kakó og kex. Það var mikil tilhlökkun að gæða sér á heita kakóinu þegar á toppinn var komið, enda frekar kalt á toppnum, en hvað haldið þið.... Kakóið var súrt og ógeðslegt!!!.... Oooooojojojoj... Mikil sorg. Eiríkur píndi samt í sig einn bolla en við litli kútur héldum okkur "on the safe side"!


Eins og sjá má erum við mjög túrhestaleg... með myndavélina og videovélina á lofti... geggjaðir gallar líka.... aaaalveg klár!

"Can I take picture for you" galaði einn íslendingurinn sem var með okkur í ferð. "Já elsku karlinn... það máttu" svöruðum við á íslensku.... hehehe.



Geggjað útsýnið úr heita pottinum hjá okkur. Við gistum á Hofi sem er á sunnanverðu nesinu.



Minnsti kútur hjá Snæfellsjökli!


Stoppuðum til að smakka ekta ölkelduvatn... en það kom ekkert úr brunninum... sama hvað Eiríkur hamaðist (og hann hamaðist sko).


Hittum skemmtilegan hvutta!



Bílaauglýsing hjá Rauðfeldargjá.... Svo fórum við auðvitað inn í hana... Mælum með því líka! Smá príl en fyrst ólétt kona getur það...








Farið inn í Sönghelli við Snæfellsjökul.

Lagið tekið... Myndarlegt söngfólk hér á ferð!

Fólk sem gisti í hellinum á árum áður kvittaði gjarnan fyrir sig...

Lítill en magnaður hellir með minni sparihellum á milli.



Gatklettur við Arnarstapa.



Bárður Snæfellsás alveg klár á kantinum


Sófasett á útsýnispalli við höfnina á Arnarstapa, gerist ekki betra.


Kaffi og kökur á Hellnum!


Valhoppað að Lóndröngum!




Maður er sérstakleag svangur á ferðalagi... Við upplýsingaskiltið hjá Djúpalónssandi... Við löbbuðum meira að segja að honum sko...

Thats it folks!

Auðvitað stoppaði maður í kveldmati í Ólafsvík... en svona leit sumarfríið okkar út í grófum dráttum :o)

Lára og Solla!

Solla vinkona skrapp frá Svíþjóð og ég hitti á hana, og manninn, í hinu heljar langa fríi sem ég fékk um helgina. Skrapp sem sagt í bæinn á föstudagin og svo fór fjölskyldan í ferðalag. Við fórum til ljósu á föstudaginn og allt var í fínu formi... á bara að minnka við mig vinnuna svo það haldist þannig ;o)

Hér er a.m.k. myndir af mér, Láru og Sollu, en hún er sett 2. september og ég 4. oktober.

Væri lang skemmtilegast að hafa hana hérna á Íslandi svo maður gæti hangið með einhverjum skemmtilegum í fæðingarorlofi... en svona er lífið... Svíþjóð verður víst að fá að njóta hennar í þetta skiptið!

Það var samt rosa gaman að hitta hana og tala um þetta allt saman ;o)


Thursday, June 21, 2007

Hvalaskoðun 10. juni 2007

Eiríkur fór með Láru sinni í hvalaskoðun 9. júní... en bara hrefnuskammir og höfrungar... sem hefur verið frekar vinsælt þegar Eiríkur er með. Í fyrri ferð 10. júní sáust háhyrningarnir (sem eru búnir að sjást nokkuð mikið í sumar) og Lára hringdi í Eirík til að fá hann í ferð til að afsanna fyrir... öllum nánas... að hann væri EKKI hvalafæla og viti menn.... Háhyrningarnir voru geggjað góðir við okkur :o)

Hér koma nokkrar skemmtilegar myndir frá Eiríki!







Thursday, June 7, 2007

Paprikan!

Má til með, þar sem maður setti nú inn mynd af tómatplöntunni, að setja inn mynd af fínu paprikutrjánum okkar... fræ voru tekin úr bónus rauðri papriku eh tíman í vetur og viti menn.... sprettur líka svona fínt hjá okkur...

Er ekki spenna fyrir svona myndum?... Heh... hafið hvort eð er ekkert um það að segja... ég ræð (og Eiríkur kannski ;o))