Sunday, October 21, 2007

Fleiri myndi!

Hér koma nokkrar myndir frá fyrstu dögunum heima!

Roooosalega gaman að fá allar kveðjurnar hér á blogginu... Takk fyrir það! :o)


Að fara í heimsókn til ömmu og afa í bílstólnum frá ömmu og afa!


Með Kitty frænku frá Argentínu!





Fyrsta baðið heima... ekki sáttur (en rosa gaman núna).


Gott að vera búinn í baði!



Í peysu frá Berglindi og buxum frá Mattíasi "litla" frænda... algjör gaur!


Með Hugrúnu Ylfu og Pétri Inga, frænku og frænda!

Kveðja,
Litla fjölskyldan

Sunday, October 14, 2007

Komin heim!

Margir eru sem sagt búnir að frétta af nýjasta fjölskyldumeðliminum!

Við erum komin heim í Grafarvoginn og dvölin á Skaganum var æðisleg! Mælum með því :o)

Fyrir þá sem ekki vita að þá koma minnsti kútur í heiminn fimmtudaginn 11. oktober kl 17:59, rétt tæpar 20 merkur (4,915 gr), 58 cm langur og höfuðmál 40 cm... sem sagt grannur og hávaxinn ;o)

Ætli fæðingin hafi ekki bara gengið vel, allir a.m.k. hraustir og heilbrigðir og heilsast vel núna...

Hann er afskaplega þægur og góður, borðar rosalega vel og sefur mikið... óskabarn!!!










Kveðja,
Litla fjölskyldan

Monday, October 8, 2007

... + 4 dagar!

Jæja... litla fjölskyldan stækkar en ekki á réttum stöðum... þ.e. sumir eiga að stækka fyrir utan mömmu sína en ekki halda áfram að vera inni í henni ;o)...

Höldum áfram að setja myndir af burðardýrinu þar til hún springur!... Byrjum samt á smá skemmtilegra:

Eiríkur með Sebastían Óla Siggeirsson (sonur bróður Láru) í hans fyrstu ferð á Særúnu í lok sumars ("stal" þessari mynd af facebook síðunni hennar Söru, kærustunni hans Ingvars, vinar hans Eiríks... vona að hún fyrirgefi mér það og líti á þessa frábæru mynd sem kynningu á sér :o)):

Verið að prufa friðarsúluna hennar Yoko, 7. okt... Svona er útsýnið frá svölunum okkar á hana, verí næs!

... Lára og minnsti kútur að máta kæligleraugu að ósk föðursins, 6. okt.



Lára 8. oktober... 40 vikur + 4 dagar :o). Það þarf að fara að koma tilvonandi pabbanum inn á myndirnar líka, sjá hvernig hann hefur blómstrað :o)