Monday, July 27, 2009

Svana Marie!

Svana Marie Eiríksdóttir heitir stúlkan og varð skírð á sjómannadaginn, 7. júní 2009, í Stykkishólmskirkju af sér Gunnari Eiríki Haukssyni. Hún var skírð eftir ömmum sínum, Svanborg (Láru mamma) og Guðrún Marie (Eiríks mamma) og þær voru jafnframt skírnarvottar.

Guðrún amma og Hrafn afi með Berg að skoða bók í kirkjunni - hann stóð sig eins og hetja

Stoltir foreldrar og hressir ættingjar í bakgrunni

Svana amma og Pétur afi

Allir klárir í slaginn

Skírnarsálmurinn sem mamma samdi (lagið) var fluttur

...og hér er allt að gerast. Óli Eggert, fyrrverandi bekkjabróðir Láru skírði dóttur sína líka



Skvísan í sparikjólnum

Pétur Ingi hress með frænku sína

Hugrún Ylfa og Svana Marie


Hrönn og Svana Marie

Gústi og Svana Marie ... og þá er búið að afgreiða mynd af allri fjölskyldunni hans Gústa

Nöfnurnar

ekki aaaaalveg að hressa á sig

og þá er það búið
Eftir skírnina var veisla á Sundabakkanum hjá foreldrum Láru, boðið upp á afbragðs pottrétt og kökur í eftirrétt. Skírnarbarnið og fleiri gestir skelltu sér svo í skemmti siglingu á Baldri í tilefni sjómannadagsins með afa sínum.

Kveðja,
Litla fjölsklydan

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju með fallegt nafn á gullfallegri stelpu :)

Langaði síðan svona aðallega til að segja að mér finnst þið eiga svo rooosalega falleg börn!!!

bestu kveðjur, íris símonar :)